Feb
5
12:00 PM12:00

Aðalfundur Icepro 21. febrúar 2019

30 ára afmælisaðalfundur Icepro verður haldinn 21. febrúar n.k. kl. 2 í sal Verkfræðingafélagsins að Engjategi 9 í Reykjavík.

Dagskrá:

1. Hjörtur Þorgilsson formaður opnar fundinn og bíður upp á kaffi og afmælisköku
2. Erindi flutt:
a. Karl F. Garðarsson - Icepro í 30 ár
b. Guðrún Birna Finnsdóttir  teymisstjóri hjá Ríkiskaupum - Nýtt útboðskerfi ríkisins.
c. Gunnlaugur Jónsson framkv.stjóri Fjártækniklasans - stafrænar fjártæknilausnir
3. Skýrsla framkvæmdastjórnar fyrir liðið starfsár.
4. Ársreikningar ICEPRO, endurskoðaðir af tveim skoðunarmönnum.
5. Breytingar á starfsreglum.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Fjárhagsáætlun yfirstandandi starfsárs.
8. Kosning framkvæmdastjórnar og varamanns.
9. Kosning tveggja skoðunarmanna.
10. Önnur mál.

Name *
Name
View Event →
Dec
12
3:00 PM15:00

Kynning á nýrri tækniforskrift rafræns reiknings TS-236

Þann 12. desember n.k. kl. 15 mun Icepro standa fyrir kynningu á nýrri tækniforskrift fyrir sam-evrópskan rafrænan reikning TS-236.

Viðburðurinn verður haldinn í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins á fyrstu hæð.

Farið verður yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað frá fyrri tækniforskrift TS-136.

Allir opinberir aðilar eiga að geta tekið á móti skeytum á þessu formi frá og með 18. apríl 2019. Kynningin er nauðsynleg öllum þeim sem koma að hönnun og forritun rafrænna reikninga.

Kynnir verður Bergþór Skúlason formaður tækninefndar FUT hjá Staðlaráði. Með honum verður þýðandi staðalsins Georg Birgisson.

Boðið verður upp á léttar jólaveitingar. Skráning að neðan.

Stjórn Icepro

Glærur Bergþórs
Glærur Georgs

View Event →
Aðalfundur Icepro
Mar
22
12:00 AM00:00

Aðalfundur Icepro

Aðalfundur ICEPRO 2018

verður haldinn í Kviku Borgartúni 35, fimmtudaginn 22. mars kl. 12.00

Dagskrá:

1.      Hádegisverður snæddur

2.      Erindi flutt
         Einar Birkir Einarsson – Upplýsingaverkefni ríkisins
         Arndís Thorarensen – Stafræn vegferð Arionbanka

3.      Veiting viðurkenninga fyrir framúrskarandi rafræn verkefni

4.      Skýrsla framkvæmdastjórnar fyrir liðið starfsár.

5.      Ársreikningar ICEPRO, endurskoðaðir af tveim skoðunarmönnum.

6.      Breytingar á starfsreglum.

7.      Ákvörðun árgjalds.

8.      Fjárhagsáætlun yfirstandandi starfsárs.

9.      Kosning framkvæmdastjórnar og varamanns. 

10.    Kosning tveggja skoðunarmanna.

11.     Önnur mál.

 

View Event →
Feb
8
1:00 PM13:00

Fundur um traustþjónustur 8. febrúar

Dagskrá fundarins:

1. Elfur B. Logadóttir lögmaður - Lagaleg atriði og eIDAS yfirlit

2. Þorvarður Kári Ólafsson Staðlaráði - Staðlar og viðmið

3. Kristinn Stefánsson Arionbanka - Þörf á samræmingu

Í lokin verður opnað fyrir umræður undir stjórn Arnalds Axfjörð.

Tími: 18:00, 8. febrúar 2018 / Staðsetning:  Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Skráning á viðburðinn hér að neðan.

Nafn *
Nafn
View Event →
Jan
11
to Jan 12

Rafrænt innkaupaferli - Hvar erum við stödd og hvert er næsta skref

Hvar erum við stödd og hvert er næsta skref?
Opinn upplýsingafundur um rafræn innkaupaferli,  11. janúar 2018 kl. 15


Icepro boðar til upplýsingafundar um rafrænt innkaupaferli þann 11. janúar kl. 15 - 17  í fundarsal Kviku í Húsi atvinnulífsins í Borgarúni 35.

Frummælendur eru:

·         Jakob V. Finnbogason, yfirmaður innkaupa hjá Landspítalanum.
Væntingar og vandamál - Sendar hafa verið pantanir og tekið á móti reikningum hjá ákveðnum deildum Landspítalans í nokkur ár. Jakob mun segja frá þeirri vegferð og hvernig tekist hefur til.

·         Rafn Rafnsson er stofnandi Timian software ehf. sem nú hefur verið sameinað Nýherja. Rafn mun segja okkur frá innkaupa- og beiðnakerfi sem Timian hefur þróað og er í notkun hjá stórum aðilum eins og Reykjavíkurborg, Hrafnistu ofl. Verið er að leggja lokahönd á pöntunarskeyti í XML sem munu auka gæði kerfisins til muna fyrir þá birgja sem tengjast því.

·         Þórður Bjarnason er stjórnandi innleiðingar á innkaupakerfi fyrir Icelandair Group og dótturfyrirtæki. Gert er ráð fyrir að fara alla leið í rafrænum viðskiptum með pantanir, reikninga og vörulista. Þórður mun segja okkur frá þeirri vegferð og hvernig staðið er að henni.

·         Bergþór Skúlason, formaður tækninefndar FUT og stjórnandi innleiðinga rafrænna reikninga hjá ríkinu segir frá þeim breytingum sem hafa átt sér stað varðandi staðla sem tengjast innkaupaferli að undanförnu.

Eftir framsögu verða pallborðsumræður.

View Event →