OpenPEPPOL notkunarleiðbeiningar

Rafrænir reikningar og pantanir bjóða upp á mikla einföldun verkferla í afgreiðslu og bókhaldi. Mikil hagræðing felst í rafrænum viðskiptum þar sem mótaðilar nota sömu aðferðir. Ávinningur af hagræðingunni næst með samstilltu átaki tveggja eða fleiri aðila.

Eitt er að nota sömu staðla við reikningagerð og móttöku. Annað er að nota sama burðarlag.

Árið 2012 rann á enda í Evrópu stórt burðarlagsverkefni sem nefnist PEPPOL (Pan-European Public eProcurement On-Line). PEPPOL leiðin myndar burðarlag undir samræmd rafræn innkaup í Evrópu.

OpenPEPPOL samtökin eru nú tekin við af PEPPOL. Þetta eru hagnaðarlaus (non-profit) alþjóðasamtök, stofnuð 1. september 2012 og eru rekin samkvæmt belgískum lögum (Association Internationale Sans But Lucratif – AISBL). http://www.peppol.eu/about_peppol

Alþjóðaviðskipti hafa færst mjög í vöxt, eins og vart hefur orðið við hér á landi. ICEPRO mælir eindregið með því að Íslendingar taki þátt í starfi OpenPEPPOL samtakanna. http://www.ut.is/rafraen-vidskipti/fraedsla/frettir/nr/4546

Hérlendir þjónustuaðilar geta nú þegar tengst PEPPOL netinu. Ekkert er því til fyrirstöðu að rafræn skeyti séu send og móttekin innanlands um Peppol netið. Því er brýnt að allir beiti sömu aðferðum við notkun þess.

Til þess að tryggja samræmda notkun OpenPEPPOL hefur ICEPRO gefið út leiðbeiningar um notkunina.  peppol_yfirlit JP01-GB01.doc  Þær hafa þegar verið kynntar fyrir þjónustuaðilum og er að finna á vef ICEPRO: http://www.icepro.is/Pages/NewsInfo.aspx?id=167