Handbók um rafræn innkaup

Íslensk handbók fyrir rafræn innkaup í XML kom út í janúar 2007 og var endurútgefin í desember 2007. Þetta eru samnorrænar leiðbeiningar um notkun XML staðalsins UBL 2.0 frá OASIS. Í þeim er tekið tillit til þarfa Íslendinga varðandi rafræn skjöl. Samræmdar XML sendingar rafrænna reikninga, pantana og vörulista geta nú átt sér stað á milli Íslands og Norðurlanda. 
 
Leiðbeiningarnar eru gefnar út af NES (North-European Subset) hópnum. Í honum eiga sæti fulltrúar Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Englands. Leiðbeiningarnar eru þýddar og staðfærðar á vegum ICEPRO.
 
Íslensku handbókina er að finna á hér: Handbók rafrænna viðskipta - 110.pdf 
Sjá einnig vef NES hópsins: www.nesubl.eu     
 
Verkefnið var styrkt myndarlega af Fjármálaráðuneytinu, Iðanaðar- og Viðskiptaráðuneytinu, Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum Iðnaðarins og Samtökum Banka og Verðbréfafyrirtækja.
Tíu manna tækninefnd tók þátt í endurskoðun íslensku handbókarinnar og um 60 aðilar fengu drög til umsagnar.