Samstarf

FUT.png

FUT (fagstaðlaráð í upplýsingatækni hjá Staðlaráði)

Samstarf við FUT (fagstaðlaráð í upplýsingatækni hjá Staðlaráði) hefur staðið yfir frá upphafi. ICEPRO tekur þátt í vinnslu nýrra staðla sem tengjast rafrænum viðskiptum og tekur að sér að kynna þá. 

NEP.png

NEP - Nordic E-procurement committee

er samstarfsnefnd norðurlandanna og nú frá síðustu áramótum Eystrasaltsríkjanna sem boðið var til samstarfs. Nefndin vinnur að því að samræma staðla og gagnasnið landanna  fyrir rafræn viðskipti og tryggja örugga gagnaflutninga landa á milli án hnökra. Nefndin heldur síma/veffundi reglulega þar sem ýmis mál eru rædd og samræming tryggð. 

CEN.png

CEN – Europian committee for standardization 

er hin evrópska staðlastofnun. NEP er í beinu samstarfi við hana og kemur athugasemdum á framfæri frá aðildarlöndum NEP. Endanlegir evrópskir staðlar koma frá CEN. Fylgst er með vinnu tveggja nefnda CEN. TC-434 er staðlanefnd um rafrænan reikning. Frá henni kom nýr staðall í otóber 2017. TC-440 er staðlanefnd um rafræn innkaup önnur en rafrænan reikning. Þar er fjallað um innkaupaferli frá útboði til greiðslu. Mikil vinna á sér stað í þeirri nefnd enda ferlið langt.

Fylgst er með vinnu beggja nefnda rafrænt. Nefndirnar senda frá sér fundargerðir, samþykktir og spurningalista sem ICEPRO hefur aðgang að.