Kynningarefni

 

ICEPRO lætur sig varða og tekur þátt í eflingu rafrænna viðskipta, stjórnsýslu, viðskiptaliðkun, o.fl. Kjarninn í starfseminni, allt frá 1989, tengist útgáfu og uppfærslu rafrænna skeyta, sem notuð eru í rafrænum viðskipum. 


 

Útgáfa á samræmdum reikningum tryggingafélaga

ICEPRO vann með trygginarfélögum að samræmingu rafrænna reikninga ásamt tryggingaskírteinum. Ákveðið var að byggja á tækniforskrift TS-136 um rafrænan reikning og snerist verkefnið um að samræma hvernig félögin senda upplýsingar rafrænt.  Fjallað var um samræmd heiti eiginda og vöruflokkunarnúmera yfir tryggingar, í samræmi við það sem gerist í Evrópu.

Lokadrög voru send tryggingarfélögunum til samþykktar og síðan félögum ICEPRO til yfirlestrar og umsagnar.

Útgáfa samræmdra viðmiða við útgáfu rafrænna reikninga

Starfshópur ICEPRO og nokkurra fyrirtækja, einkum úr verslunar- og hugbúnaðargeiranum hélt á annan tug vinnufunda og niðurstaða náðist um samræmda notkun eiginda í tækniforskrift TS-136.

Niðurstaðan eykur sjálfvirkni í bókunum rafrænna reikninga. Þetta er útgáfa ICEPRO á "ákvörðun um samræmd viðmið" við notkun tækniforskrifta Staðlaráðs. 

Útgefnar tækniforskriftir

Fagstaðlaráð í Upplýsingatækni hefur gefið út íslenskar tækniforskriftir í samvinnu við ICEPRO. Þær eru:

TS 139:2013 Rafræn vörulisti BII01
TS 138:2013 Rafræn pöntun BII03
TS 137:2013 Rafrænt reikningaferli BII05
TS 136:2013 Rafrænn reikningur BII04
TS 135:2009 Rafrænn reikningur NES04 (ekki lengur í notkun)

Tækniforskriftirnar fást ókeypis hjá Staðlaráði Íslands.

 

PEPPOL notkunarleiðbeiningar

Til þess að tryggja samræmda notkun PEPPOL hefur ICEPRO gefið út leiðbeiningar um notkunina. 

Þær hafa þegar verið kynntar fyrir þjónustuaðilum og er hægt að kynna sér betur með því að smella á hnappin hér fyrir neðan.

CEN/BII skeytin

ICEPRO er þátttakandi í vinnunefnd rafrænna viðskipta við að skilgreina helstu viðskiptaskeyti á milli fyrirtækja, stofnana og sveitafélaga (B2B, B2G), þ.á.m. rafræna reikninga, pantanir og vörulista.

Fyrstu afurðir vinnunefndarinnar liggja fyrirsem birtir m.a. lista yfir fyrstu 26 skeyti vinnuhópsins.

ICEPRO 20 ára

Á árinu 2009 varð ICEPRO 20 ára. Í því tilefni var gerð stuttmynd um félagið og handahafa EDI-bikarsins. Myndin er 4 mínútur að lengd og hana er að finna hér.

Um haustið kom út bæklingurinn Landslag rafrænna viðskipta, sem fjallar um helstu erlendu samstarfsaðila ICEPRO. Þar er að finna lista yfir nokkrar skammstafanir og skammnefni.


Handbók um rafræn innkaup

Íslensk handbók fyrir rafræn innkaup í XML kom út í janúar 2007 og var endurútgefin í desember 2007. Þetta eru samnorrænar leiðbeiningar um notkun XML staðalsins UBL 2.0 frá OASIS. Í þeim er tekið tillit til þarfa Íslendinga varðandi rafræn skjöl. Samræmdar XML sendingar rafrænna reikninga, pantana og vörulista geta nú átt sér stað á milli Íslands og Norðurlanda. 
 
Leiðbeiningarnar eru gefnar út af NES (North-European Subset) hópnum. Í honum eiga sæti fulltrúar Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Englands. Leiðbeiningarnar eru þýddar og staðfærðar á vegum ICEPRO.
Íslensku handbókina er að finna á hér:

Sjá einnig vef NES hópsins: www.nesubl.eu     
 
Verkefnið var styrkt myndarlega af Fjármálaráðuneytinu, Iðanaðar- og Viðskiptaráðuneytinu, Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum Iðnaðarins og Samtökum Banka og Verðbréfafyrirtækja. Tíu manna tækninefnd tók þátt í endurskoðun íslensku handbókarinnar og um 60 aðilar fengu drög til umsagnar.

Bláa bókin - íslensk EDI skeyti

Lýsingu EDI skeyta og tæknilegar útfærslur má sjá í "Bláu bókinni" svokölluðu, en hana má finna hér.

Á liðnum árum hefur ICEPRO aðlagað fjölda EDIFACT skeyta að íslenskum aðstæðum. Þau eru:

Screenshot 2018-04-04 12.20.14.png