framkvæmdaáætlun.png

Almennt:

 • Vegna breytinga á fjármögnun ICEPRO frá árinu 2017 er starfið að mestu unnið í sjálfboðavinnu.

 • Gert er ráð fyrir að starfið verði fjármagnað með aðildargjöldum félaga.

 • Unnið verður að því að finna verkefni sem aflað geta félaginu aukinna tekna.

 • Gert ráð fyrir 25% starfshlutfalli framkvæmdastjóra sem einnig sér um bókhald og fjármál.

 • Skrifstofu félagsins hefur verið lokað en fundaraðstaða verður áfram í Borgartúni 35.

 • Gert er ráð fyrir áframhaldandi upplýsingafundum um málefni tengd rafrænum samskiptum.

 • Áfram verður samkeppnisaðilum boðið til samtals hjá ICEPRO til að vinna að sameiginlegum lausnum starfsgreina og/eða markaðarins í heild.

 • Erlent samstarf tekur mið af skertum tíma og fjármunum og ekki er gert ráð fyrir ferðum erlendis á fundi nema nauðsyn beri til.

 • Unnið verður að nýrri vefsíðu ICEPRO sem ferí í loftið á árinu.

Kynningastarf:

 • ICEPRO hefur sett sér þá stefnu að halda opna fundi um tæknitengd málefni sem þarfnast kynningar og hefur þegar haldið tvo á nýju ári, um rafræn innkaup og traust í hinum rafrænu heimum. Í pípunum er að halda fund um væntanlegar breytingar á greiðsluveitum.

 • Stjórn félagsins mun einnig halda minni lokaða fundi með sérstökum hagsmunahópum. Gert er ráð fyrir lokuðum upplýsingafundi með skeytamiðlurum og fundi með ríkisskattstjóra og fleirum um rafrænt skjal sem lögformlegt skjal.

Innlent samstarf:

 • Unnið verður að kynningu á nýjum staðli fyrir rafrænan reikning TS236 í samstarfi við FUT sem mun koma út hjá Staðlaráði á árinu.

 • Unnið verður að útgáfu nýrra staðlaðra skeyta með FUT um greiðslutilkynningu og/eða message level response. Þörf er fyrir slík skeyti á markaðinum.

 • Unnið verður með FUT í nýstofnaðri vinnustofu um stöðlun á IoT (internet of things) tengdum verkferlum og skjölum. Gert er ráð fyrir tveimur fundum á ári til að byrja með.

 • Mögulega verður samstarf tekið upp við Ský þar sem samfella er í starfsemi.

 • Lokið verður vinnu með tryggingarfélögum um rafrænan tjónareikning.

Erlent samstarf:

 • NEP – Nordic-Baltic E-procurement network er okkar helsti tengiliður við vinnu í Evrópu og sérstaklega hin norður- og nú Eystrasaltslöndin. Áfram verður fylgst með starfi nefndarinnar með reglulegum símafundum og vinnan kynnt á vefsíðu ICEPRO.

 • CEN nefndirnar (European Committee for Standardization) sem ICEPRO fylgist með eru TC-434 um rafrænan reikning og TC-440 um önnur rafræn innkaup. Fylgst er með vinnu í þeim nefndum rafrænt. Nefndirnar senda frá sér skjöl um alla vinnu sem ICEPRO fylgir eftir og kynnir á vefsíðu sinni.

 • Fylgst er vel með framþróun OpenPeppol í Evrópu og hvernig það megi þjóna íslenskum notendum.